top of page

Stöndum saman - Forvarnardagur

Fimmtudaginn 9.júlí var haldinn forvarnardagur í Fjörheimum/88 húsinu fyrir ungmenni í vinnuskóla Reykjanesbæjar. Umfjöllunarefni forvarnardagsins var notkun á vespum og rafhlaupahjólum. Markmiðið var að fræða ungmennin um hætturnar sem geta leynst í umferðinni og í sameiningu ætlum við öll að bæta þessa umferðarmenningu sem er tengd akstri þessara ökutækja og koma þannig í veg fyrir slys og óhöpp. Lögreglan á Suðurnesjum fræddi ungmenni um notkun á vespum og rafhlaupahjólum, upplýsti þau um hætturnar og hvað má og hvað má ekki í þessum fræðum. Slysavarnardeildin Dagbjörg sýndi fræðslumyndbönd tengd umfjöllunarefninu og skelltu svo í Kahoot spurningaleik. Meðlimir í bifhjólaklúbbnum Erni voru til staðar og sýndu ungmennum viðeigandi hlífðarbúnað. Dagskráin endaði svo á léttu nótunum með tónlistaratriði frá Hughrif í bæ.


52 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page