top of page

Ungt fólk og lýðræði 2020

fimmtudaginn 17. september fóru fjögur ungmenni frá Reykjanesbæ, ásamt starfsmanni Fjörheima á ungmennaráðstefnuna Ungt Fólk og lýðræði í Hörpu. Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.


Dagskráin var með fjölbreyttu sniði. Kynningar, málstofur, hópefli og önnur skemmtilegheit Ungmennaráð UMFÍ skipulagði. Ungmennaráðstefnan endaði á pallborðsumræðum þar sem ungt fólk fékk tækifæri til þess að spyrja ráðamenn spurninga um málefni líðandi stundar.


Við þökkum ungmennum Reykjanesbæjar fyrir þátttöku í ungmennaráðstefnunni um leið og við hrósum þeim fyrir fyrirmyndar þátttöku í málstofum og umræðum.





48 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page