top of page
IMG_1667.HEIC

Um félagsmiðstöðvastarfið

Félagsmiðstöðin í Fjörheimum býður uppá eitt virkasta félagsmiðstöðvastarf á Íslandi og eru opnanir alla virka daga fyrir alla grunnskólanemendur í Reykjanesbæ á aldrinum 10-15 ára. Opnanirnar eru aldurskiptar milli miðstigs og unglingastigs og eru 3 opnanir fyrir unglingastig og 2 fyrir miðstig í hverri viku auk sérstæks hópastarfs.

Dagskrá er birt mánaðarlega síðasta miðvikudag mánaðarins fyrir næsta mánuð og allar opnanir eru auglýstar á samfélagsmiðlum Fjörheima, hana má einnig finna hér á heimasíðunni. Það er hægt að hlaða henni niður sem pdf og prenta hana út . 

​Félagsmiðstöðin heldur úti öflugu klúbbastarfi sem breytist milli skólaára og er alltaf geysivinsælt. Klúbbastarf félagsmiðstöðvarinnar má einnig finna hér á heimasíðunni en það eitthvað í boði fyrir öll. 

Félagsmiðstöðin er í góðu samsstarfi við alla grunnskóla Reykjanesbæjar og er stöðugt að þróa sitt starf í samræmi við þarfir hvers skóla fyrir sig og þar má nefna þróunarverkefnið "Brúin" sem er samsstarfsverkefni milli Háaleitisskóla og Fjörheima og heldur úti skipulögðu tómstundastarfi í Háaleitisskóla á Ásbrú. 

Hvað gerum við í félagsmiðstöðinni?

Í félagsmiðstöðinni er virkni í fyrirrúmi og lýðræði við völd. Í henni er unnið með styrkleika hvers og eins til að styrkja félagsleg tengsl milli ungmenna í Reykjanesbæ. Þessi vinna getur haft langvarandi jákvæð áhrif á ungmenni og samfélagið í heild. 

Við leggjum mikið uppúr því að hafa starfið eins skemmtilegt og mögulegt er. Þannig náum við að mynda  sterk tengsl milli starfsfólksins okkar og ungmennana sem sækja starfið. Þessi tengsl gera okkur kleift að vinna með þeim og aðstoða þau við hvað sem er.  

 

Allt starfsfólk Fjörheima hefur reynslu af því að vinna með börnum og ungmennum auk þess að sækja reglulega fræðslur og námskeið. Við leggjum mikið uppúr því að hafa mjög fjölbreyttan starfsmannahóp til að geta boðið upp. á eins fjölbreytt starf og kostur er á hverju sinni. 

​Félagsmiðstöðin hefur séð um fræðslu fyrir ungmenni bæjarins í gegnum árin en þar má meðal annars nefna orkudrykkjafræðslu, samfélagsmiðlafræðslu og fræðslu í samskiptum.

​Í dagskrá félagsmiðstöðvarinnar er boðið uppá allskyns afþreyingu og er dagskráin afar fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við hæfi.

Unglingaráðið og unglingalýðræði

unglll_edited.jpg

Félagsmiðstöðvastarf Fjörheima byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis og spilar Unglingaráð þar stóran þátt. Unglingaráð Fjörheima er valið í byrjun hvers skólaárs og starfar allan veturinn. Í ráðinu sitja þrír til fjórir fulltrúar frá hverjum skóla í Reykjanesbæ. Ár hvert er kosin ný stjórn sem samanstendur af formanni, varaformanni, gjaldkera, markaðsstjóra, ritara og nýliða.

 

Meginmarkmið Unglingaráðs Fjörheima er að koma saman og skipuleggja viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima, dagskrárgerð og skipulag klúbbastarfs. Auk þess sér ráðið um að koma hugmyndum ungmenna á framfæri og láta þær verða að veruleika.

Unglingaráð Fjörheima gefur meðlimum tækifæri til þess að kynnast unglingum úr öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Einnig er þetta gott tækifæri til að auka félags- og samskiptafærni. Ráðið vinnur að því að bæta starfið í félagsmiðstöðinni og skipuleggja viðburði á þeirra áhugasviði. Markmiðið er að fá ungmennin til þess að bera sem mesta ábyrgð og hafa frumkvæði. Starfsmenn eru þeim ávallt til taks sem leiðbeinendur eða aðstoðarmenn. Einnig fá meðlimir frítt á alla sérstaka viðburði Fjörheima.

Megináherslur í starfi Unglingaráðs Fjörheima er skemmtanagildi, virkni, lýðræði, forvarnir og aukið sjálfstraust. 

bottom of page