unglll_edited.jpg

Markmið og áherslur Unglingaráðs Fjörheima

Félagsmiðstöðvastarf Fjörheima byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem fela í sér áhrif þeirra á starfið. Unglingaráð Fjörheima er valið í byrjun hvers skólaárs og starfar allan veturinn. Í ráðinu sitja þrír til fjórir fulltrúar frá hverjum skóla í Reykjanesbæ. Haldnir eru sérstakir kynningarfundir í byrjun hvers skólaárs og valið er úr þeim sem mæta á þá

 

Meginmarkmið unglingaráðs Fjörheima er að koma saman og skipuleggja viðburði á vegum félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima. Unglingaráð Fjörheima kemur einnig að skipulagi klúbbastarfs.

Unglingaráð Fjörheima gefur meðlimum tækifæri til þess að kynnast unglingum úr öðrum grunnskólum í Reykjanesbæ. Einnig er þetta gott tækifæri fyrir aukna félags- og samskiptafærni. Ráðið vinnur að því að bæta starfið í félagsmiðstöðinni og skipuleggja viðburði á þeirra áhugasviði. Markmiðið er að fá unglingana til þess að bera sem mesta ábyrgð og hafa frumkvæði. Starfsmenn eru þeim ávallt til taks sem leiðbeinendur eða aðstoðarmenn. Einnig fá meðlimir frítt á alla sérstaka viðburði Fjörheima.

Megináherslur í starfi unglingaráðs fjörheima eru skemmtanagildi, lýðræði, forvarnir og aukið sjálfstraust. Lögð er áhersla á það að unglingar hafi gaman að því að vera í unglingaráði Fjörheima. Forvarnir hvað varðar reykingar, vímuefni eða einelti er stór hluti af starfinu en ásamt því er lögð áhersla á að styrkja jákvæða sjálfsmynd unglinganna og stuðla að heilbrigðum lífstíl.

Ætlast er til að meðlimir séu til fyrirmyndar og neyti þar af leiðandi ekki tóbaks eða vímuefna, mæti á 4 viðburði hjá fjörheimum í hverjum mánuði og á alla fundi Unglingaráðsins. Meðlimir Unglingaráðsins eru tengiliðir Fjörheima í hverjum skóla og því eiga þau að kynna sér starfið og geta svarað spurningum bekkjarfélaga sinna um starfið og næstu viðburði.

Umsjónarmenn Unglingaráðs skólaárið 2020-2021:

                             

 

Meðlimir Unglingaráðs skólaárið 2020-2021 

Formaður: Bergþóra Sif Árnadóttir

Varaformaður: Margrét Norðfjörð Karlsdóttir

Ritari: Betsý Ásta Stefánsdóttir

Fulltrúar Njarðvíkurskóla: 

9.Bekkur

Kristjana Hilmarsdóttir

Ragna Sumarrós Mamailo

Nadía Líf Pálsdóttir

 

8.Bekkur

Yasmin Petra Younesd. Boumhidi

Eva Lind Magnúsdóttir

Fulltrúar Heiðarskóla:

9.Bekkur

Arna Rut Hagalín Heimisdóttir

Eva María Júlíusdóttir

Ragna María Gísladóttir

Fulltrúar Akurskóla: 

10.Bekkur

Bergþóra Sif Árnadóttir

Betsý Ásta Stefánsdóttir

9.Bekkur 

Margrét Norðfjörð Karlsdóttir

María Rán Ágústsdóttir

Helga Lilja Bess Magnúsdóttir

Fulltrúar Myllubakkaskóla:

9.Bekkur

Silja Kolbrún Skúladóttir

Sólveig Hjörleifsdóttir

Jórunn Björnsdóttir

 

Fulltrúar Háaleitisskóla: 

N/A

Fulltrúar Holtaskóla:

9.Bekkur

Írena Ósk Þuríðardóttir

Ásdís Alda Birkisdóttir

 

8.Bekkur 

Stella María Reynisdóttir

Eva Kristín Karlsdóttir

Fulltrúar Stapaskóla:

9.Bekkur 

Matthildur Emma 
 

IMG_1758_edited.jpg

Thelma Hrund Hermannsdóttir

Ólafur Bergur Ólafsson