Klúbbar og sértækt hópastarf
Í Fjörheimum/88 húsinu eru fjölmargir öflugir klúbbar og annað hópastarf sem er ýmist á vegum Fjörheima eða annarra hópa úr samfélaginu. Ef þú vilt vera með klúbb eða hópastarf vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á fjorheimar@reykjanesbaer.is.
Unglingaráð Fjörheima
(8-10 bekkur) Skráning nauðsynleg
Unglingaráð Fjörheima er félagsmiðstöðvaráðið okkar og er skipað fulltrúum úr öllum skólum Reykjanesbæjar úr 8-10 bekk. Ráðið tekur allar ákvarðanir varðandi dagskrá opnu húsa og skipuleggur viðburði.
Ráðið hittist alla miðvikudaga klukkan 17:00.
Unglingaráðið er lokað hópastarf og er valið í ráðið í byrjun skólaárs.
Umsjónarmenn Unglingaráðs Fjörheima:
Melkorka Ýr og Logi Þór


Uppspuni spunaspil
(fyrir 16 ára og eldri)
Uppspuni spunaspil fyrir 16 ára og eldri !
Hópurinn Uppspuni býður upp á Spunaspil fyrir ungmenni á aldrinum16 ára og eldri alla miðvikudaga frá 17.00 - 23.00 í 88 Húsinu Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Öll velkomin.
Nánari Upplýsingar eru veittar á netfanginu uppspuni@gmail.com og eða í síma  
699 1905


