Forvarnarstefna Fjörheima
UM STARFIÐ
Í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima er lögð áhersla á starf með unglingum á aldrinum 9-16 ára sem byggir á hornsteinum lýðræðis.
EINKUNNARORÐ FJÖRHEIMA
FRELSI
Til að taka ákvarðanir
Til að koma á sínum forsendum
Til þess að hafa sínar skoðanir
FJÖR
Er að finna áhugamálin sín
Er að kynnast nýjum vinum
Er að læra nýja hluti
FRÍTÍMI
Fyrir okkur og þá sem skipta okkur máli
Nýttur á uppbyggilegan hátt
Fyrir heilsu og lífið
• Fjörheimar eru í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. unglinga í Reykjanesbæ, fjölskyldu og félagsþjónustu, Fræðsluskrifstofu, skóla, foreldra, lögreglu, félög og samtök sem vinna að málefnum unglinga.
• Öll neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.
• Öll tóbaksnotkun er bönnuð í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.
• Starfsfólk setur skýr mörk við neikvæðri hegðun og er jákvæð fyrirmynd í leik og starfi.
• Heimasíðu Fjörheima inniheldur efni tengt forvörnum og fræðslu.
• Haldin eru regluleg fræðslukvöld tengd forvörnum í Fjörheimum.
FRAMKVÆMD
MARKMIÐ
1.
Félagsmiðstöðin skal leggja áherslu á að efla félags- og tilfinningaþroska.
2.
Unglingum í Fjörheimum er gefinn kostur á að framkvæma í stað þess að vera einungis áhorfendur
3.
Fjörheimar eru opnir fyrir áhrifum unglingalýðræði þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfi í starfi félagsmiðstöðvarinnar.
4.
Sérstaklega skal leitast við að ná til unglinga sem ekki njóta sín í öðru æskulýðsstarfi. Allir fái sömu tækifæri óháð námsgetu og heimilisaðstæðum.
5.
Félagsmiðstöðin heldur úti markvissri fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beitir fjölbreyttum aðferðum við að auka líkur á árangri á þeim vettvangi.
6.
Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar skulu byggja upp jákvæða sjálfsmynd unglingsins