top of page

Forvarnarstefna Fjörheima

UM STARFIÐ

Í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima er lögð áhersla á starf með ungmennum á aldrinum 9-16 ára sem byggir á hornsteinum lýðræðis.

 

EINKUNNARORÐ FJÖRHEIMA

FRELSI

Til að taka ákvarðanir

Til að koma á sínum forsendum 

Til þess að hafa sínar skoðanir

FJÖR

Er að finna áhugamálin sín

Er að kynnast nýjum vinum

Er að læra nýja hluti

FRÍTÍMI

Fyrir ungmenni bæjarins

​Nýttur á uppbyggilegan hátt

Fyrir heilsusamlegt líf

• Fjörheimar eru í samstarfi við ýmsa aðila, m.a. ungmenni í Reykjanesbæ, fjölskyldu og félagsþjónustu, Fræðsluskrifstofu, skóla, forsjáraðila, lögreglu, félög og samtök sem vinna að málefnum unglinga.

• Öll neysla áfengis og annarra vímuefna er með öllu óheimil í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.

• Öll tóbaksnotkun er óheimil í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.

• Starfsfólk setur skýr mörk við neikvæðri hegðun og er jákvæð fyrirmynd í leik og starfi.

• Fjörheimar halda uppi fræðslu tengda forvörnum sem eiga við hverju sinni. 

FRAMKVÆMD

MARKMIÐ

1.

​Félagsmiðstöðin leggir áherslu á að efla félags- og tilfinningaþroska

2.

Ungmennum er gefinn kostur á að framkvæma og hafa áhrif

3.

Fjörheimar byggja á unglingalýðræði, með því er eitthvað við allra hæfi í starfi félagsmiðstöðvarinnar

4.

​Sérstaklega er leitast við að ná til ungmenna sem ekki njóta sín í öðru æskulýðsstarfi. Allir fái sömu tækifæri óháð námsgetu og heimilisaðstæðum

5.

​Félagsmiðstöðin heldur úti markvissri fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beitir fjölbreyttum aðferðum við að auka líkur á árangri á þeim vettvangi

6.

Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar spila stóran þátt í uppbyggingu jákvæðrar sjálfsmyndar ungmennis

bottom of page