
Um Fjörheima
Fjörheimar var stofnuð árið 1983. Fjörheimar voru fyrst til húsa að Hjallavegi í Njarðvíkurhverfi. Árið 2008 fluttu Fjörheimar upp á Ásbrú en hófu starfsemi í núverandi húsnæði árið 2011 að Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ (sama húsnæði og 88 Húsið, beint á móti Pósthúsinu).
Í Fjörheimum er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga í frítímanum. Áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og tímabundnum verkefnum. Nánari upplýsingar um opnunartíma Fjörheima má finna hér
Innra starf félagsmiðstöðvarinnar byggir fyrst og fremst á unglingalýðræði og frumkvæði unglinganna sjálfra. Þar fer fram leitarstarf sem felst m.a. í því að fylgjast með þeim ungmennum sem virðast ekki finna sig í hefðbundnu tómstunda- eða íþróttastarfi innan íþróttafélaga eða skóla.
Félagsmiðstöðvastarfið byggir á hugmyndafræði unglingalýðræðis sem á að tryggja áhrif þeirra á starfið. Rammar unglingalýðræðis eru landslög, ákvarðanir bæjaryfirvalda og fjárhagsáætlun félagsmiðstöðvarinnar.
Til að tryggja samráð við börn og unglinga um málefni félagsmiðstöðvarinnar er kosið með lýðræðislegum hætti í ráð og nefndir, skapaður opinn vettvangur þar sem öllum áhugasömum gefst tækifæri til að taka þátt og einstaklingar eða hópar fá að fylgja eftir eigin hugmyndum frá upphafi til enda.
Starfsfólkið okkar
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Forstöðumaður Fjörheima
Omar Ricardo Rondon
Umsjónarmaður Listasmiðju Reykjanes
Eyþór Atli Aðalsteinsson
Frístundaleiðbeinandi í hlutastarfi
Fanney Rún Einarsdóttir
Frístundaleiðbeinandi í hlutastarfi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Aðstoðarforstöðumaður Fjörheima
Svala Rún Magnúsdóttir
Umsjónarmaður Unglingaráðs Fjörheima
Elmar Þór Þórisson
Frístundaleiðbeinandi í hlutastarfi
Ólafur Bergur Ólafsson
Umsjónarmaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar
Inga Jódís Kristjánsdóttir
Umsjónarmaður Unglingaráðs Fjörheima
Fannar Gíslason
Frístundaleiðbeinandi í hlutastarfi
Staðsetning
Hafðu samband
Við elskum að heyra frá ykkur