
Um Fjörheima
Fjörheimar voru stofnaðir 26. nóvember árið 1983. Fjörheimar voru fyrst til húsa að Hjallavegi í Njarðvík. Árið 2008 fluttu Fjörheimar á Ásbrú en hófu starfsemi í núverandi húsnæði, við Hafnargötu 88, árið 2011.
Í Fjörheimum er boðið börnum og ungmennum Reykjanesbæjar á aldrinum 10-16 ára að nýta frítíma sinn á uppbyggilegan hátt í öruggu umhverfi.
Sértækt hópastarf, opið starf, og tímabundin verkefni eru vikulegir dagskrárliðir í félagsmiðstöðinni. Markmið starfsins er að tryggja gjaldfrjálsa virkni fyrir ungmenni bæjarins með jákvæðni, sköpun og forvarnir að leiðarljósi. Virk þátttaka í félagsmiðstöðvastarfi eykur sjálfsöryggi sem og félags- og samskiptafærni. Í Fjörheimum er lögð áhersla á unglingalýðræði og óformlegt nám þar sem hugmyndir barna og ungmenna skipta máli. Starfsmenn styðja við ungmenni og aðstoða þau við að láta hugmyndir þeirra verða að veruleika.
Nánari upplýsingar um opnunartíma Fjörheima má finna hér
Starfsfólkið okkar
Gunnhildur Gunnarsdóttir
Forstöðumaður Fjörheima
Omar Ricardo Rondon
Umsjónarmaður Listasmiðju Reykjanes og listaklúbbsins
Inga Jódís Kristjánsdóttir
Frístundaleiðbeinandi á unglingastigi
Umsjónarmaður kósýklúbbsins
Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir
Frístundaleiðbeinandi í hlutastarfi
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Aðstoðarforstöðumaður Fjörheima
Umsjónarmaður unglingaráðs
Elmar Þór Þórisson
Frístundaleiðbeinandi á miðstigi
Umsjónarmaður Fjörclub
Fannar Gíslason
Frístundaleiðbeinandi á unglingastigi
Ólafur Bergur Ólafsson
Umsjónarmaður Ungmennaráðs Reykjanesbæjar
og Frístundaleiðbeinandi á unglingastigi
Svala Rún Magnúsdóttir
Frístundaleiðbeinandi á miðstigi
Umsjónarmaður Unglingaráðs Fjörheima
Logi Þór Ágústsson
Frístundaleiðbeinandi á miðstigi
Umsjónarmaður Fjörclub
Staðsetning
Hafðu samband
Við elskum að heyra frá ykkur