Salaleiga í Fjörheimum
Leiguskilmálar Fjörheima
Félagsmiðstöðin Fjörheimar er að leiga út stóra salinn sinn fyrir barnaafmæli fyrir börn yngri en 10 ára.
Leiguverðið er 15.000 kr., sem lagt er inn á reikning Reykjanesbæjar. Leigutíminn er frá 16:00-17:30. Hægt er að mæta 30 mín fyrr og undirbúa og eins vera 30 mín lengur til að ganga frá.
Opin hús hefjast 18:30 þriðjudaga og fimmtudaga og því biðjum við leigutaka að vera kominn út 18:00 í síðasta lagi :)
Leigutakar þurfa ekki lengur að sækja lykil hjá fjörheimum heldur er nóg að mæta 15:30 daginn sem þú átt bókað, sýna kvittun og staðfestingarpóstinn um að þú eigir bókað og þá er allt klappað og klárt.
Staðfestingarpósturinn gæti farið í Rusl eða Spam síur sjálfkrafa og því mikilvægt að athuga þar áður en haft er samband við Fjörheima.
Upplýsingar um greiðslu:
Upphæð: 15.000 kr
Rn: 0121-26-000001
Kt: 470794-2169
Vinsamlegast setjið í skýringu: v/Fjörheima og sendið kvittun á fjorheimar@reykjanesbaer.is
Leigutakar ganga frá salnum eins og komið var að honum.
ATH. Bannað er að renna sér á hjólabrettarömpunum. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði gesta.
Ef þú hefur nánari spurningar eða vilt hætta við bókun hafðu þá samband á netfangið: fjorheimar@reykjanesbaer.is
Beiðni um endurgreiðslu fyrir afbókun þarf að berast a.m.k 48 klst fyrir bókaðan tíma á fjorheimar@reykjanesbaer.is - ásamt afriti af greiðslukvittun.
Bókaðu Fjörheima fyrir barnaafmæli, (hugsað fyrir börn yngri en 10 ár...
Tue, Wed, Thu, Fri
1 hr 30 min
15.000 íslenskar krónur