top of page

Salaleiga í Fjörheimum

  • Bókaðu Fjörheima fyrir barnaafmæli, (hugsað fyrir börn yngri en 10 ár...

    15.000 íslenskar krónur

Leiguskilmálar Fjörheima

Tilkynning:

Vegna framkvæmda í húsinu getum við ekki opnað fyrir afmælisbókanir næstu vikur/ mánuði.

Við munum deila upplýsingum þegar við vitum betur stöðu framkvæmda.

Við afsökum þessi óþægindi. 

-----------------------------------------------------------------------------------

​Félagsmiðstöðin Fjörheimar er að leiga út sal félagsmiðstöðvarinnar fyrir barnaafmæli.

Leiguverðið er 15.000 kr, sem lagt er inn á reikning Reykjanesbæjar.
Leigutíminn er frá 16:15-17:45. Mögulegt er að mæta 30 mín fyrr til að undirbúa afmælið.

 

Nóg er að mæta 15:45 daginn sem þú átt bókað, sýna kvittun og staðfestingarpóst við starfsmann Fjörheima og þá er allt klappað og klárt. 

 

Opin hús hefjast 18:30 þriðjudaga og fimmtudaga og því biðjum við leigutaka að vera kominn út 18:00 í síðasta lagi þá daga :)

 

Staðfestingarpósturinn gæti farið í Rusl eða Spam síur sjálfkrafa og því mikilvægt að athuga þar áður en haft er samband við Fjörheima. 

 

Það er ekki lengur í boði að keyra inn á lóð Fjörheima og biðjum við leigutaka að láta alla gesti vita af því. Bílastæði fyrir húsið er fyrir framan lóðina (út fyrir klettagarðinn) og biðjum við leigutaka að leggja bílnum sínum þar. 

 

Upplýsingar um greiðslu:

Upphæð: 15.000 kr

 Rn: 0121-26-000001

 Kt: 470794-2169

Vinsamlegast setjið í skýringu: v/Fjörheima og sendið kvittun á fjorheimar@reykjanesbaer.is

 

Leigutakar ganga frá salnum eins og komið var að honum.

ATH. bannað er að renna sér á hjólabrettarömpunum. Engin ábyrgð er tekin á fatnaði gesta eða óskilamunum þar sem margir ganga um húsnæðið og ómögulegt að tryggja fatnað afmælisgesta. 

 

Ef þú hefur nánari spurningar eða vilt hætta við bókun hafðu þá samband á netfangið: fjorheimar@reykjanesbaer.is

 

Beiðni um endurgreiðslu fyrir afbókun þarf að berast a.m.k 48 klst fyrir bókaðan tíma á fjorheimar@reykjanesbaer.is - ásamt afriti af greiðslukvittun.

bottom of page