top of page
IMG_3772.HEIC

Klúbbar og sértækt hópastarf

í Fjörheimum/ 88 húsinu eru fjölmargir öflugir klúbbar og hópastarf sem hafa aðsetur í húsinu. Sumir eru reknir af Fjörheimum en aðrir af fólki úr samfélaginu. ef þú vilt vera með klúbb eða hópastarf vinsamlegast sendu okkur tölvupóst á fjorheimar@reykjanesbaer.is

AFBB1448-A643-4BA4-86CB-D603E6775B43_1_201_a_edited.jpg

01

Unglingaráð Fjörheima
(8-10 bekkur) Skráning nauðsynleg

Unglingaráð Fjörheima er félagsmiðstöðvaráðið okkar og er skipað fulltrúum úr öllum skólum Reykjanesbæjar úr 8-10 bekk. Ráðið tekur allar ákvarðanir varðandi dagskrá opnu húsa og skipuleggur viðburði. 

​Ráðið hittist alla þriðjudaga klukkan 20:00 

ATH: unglingaráðið er lokað hópastarf og er valið í ráðið í byrjun skólaárs. 

02

Fjörclub (Fjörklúbburinn)
(8.-10. bekkur) Frítt

Fjörklúbburinn eða Fjörclub er skemmtiklúbbur sem hittist alla þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 20:00. Klúbburinn er fyrir alla sem hafa áhuga á íþróttum, tölvuleikjum og að skemmta sér. klúbburinn er opinn öllum og eina sem þarf að gera er að mæta. 

Umsjónarmenn Fjörclub eru 

Elmar Þór og Eyþór Atli 

IMG_3751 2.jpg
S.png

03

Spilaklúbbur Fjörheima
(8.-10. Bekkur) Frítt

Spilaklúbbur Fjörheima er klúbbur fyrir þá sem vilja spila saman, hafa kósý og elska að svindla  í Monopoly. Hópurinn hittist alla þriðjudaga klukkan 19:30 og spilar nýtt spil í hverri viku í kósý fíling og góðum félagsskap

Umsjónarmaður spilaklúbbsins er 

​Óli Bergur (ÓBÓ)

04

Listasmiðja Fjörheima
(2.- 4. Bekkur, 4.- 6. Bekkur, 6-8. bekkur - 8-10 bekkur) kostar, skráning nauðsynleg

Listasmiðja Fjörheima er nýtt verkefni sem sett var á fót haustið 2022. Um er að ræða listastarf fyrir 4 aldurshópa. Það kostar á námskeiðin en hægt er að nýta hvatagreiðslur frá Reykjanesbæ og kostar þá námskeiðið ekki neitt aukalega. nánari upplýsingar má finna hér 

DSC05412.JPG
305956081_733970284599201_4918880332994032903_n.jpg

05

Hinsegin Plútó
(8.-10. Bekkur) (16-18 ára) Frítt

Hinsegin Plútó er félagsskapur fyrir hinsegin krakka á aldrinum 12-18 ára. Hittingar í Fjörheimum á fimmtudagskvöldum klukkan 20:30-22:00 

Öll velkomin

Umsjónarfólk Hinsegin plútó eru þau

Gugga, Ragnar og Katrín - Nánari upplýsingar má finna hér 

06

Uppspuni spunaspil
(fyrir 12-15 ára)

Hópurinn Uppspuni býður upp á Spunaspil fyrir ungmenni á aldrinum 12 - 15 ára alla laugardaga frá 13.00 - 17.00 í 88 Húsinu Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Öll velkomin. Nánari Upplýsingar eru veittar á netfanginu uppspuni@gmail.com og eða í síma 699-1905

 

uppspuni_12-15-ara729.jpg
119071324_373666494030052_8900952799232701082_n.jpg

07

Prjónakvöld 16+
(16-30 ára) Frítt

Prjónahittingar fyrir alla unga og upprennandi prjónaáhugamenn. Hópurinn hittist klukkan 20:00 öll mánudagskvöld, spjallar, skemmtir sér, og prjónar saman. öll velkomnir 

Umsjónarmaður Ull og vitleysu er hún

Dalrós Líndal 

08

Uppspuni spunaspil
(fyrir 16 ára og eldri)

Uppspuni spunaspil fyrir 16 ára og eldri !

Hópurinn Uppspuni býður upp á Spunaspil fyrir ungmenni á aldrinum16 ára og eldri alla miðvikudaga frá 17.00 - 23.00 í 88 Húsinu Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ. Öll velkomin. Nánari Upplýsingar eru veittar á netfanginu uppspuni@gmail.com og eða í síma 699-1905

uppspuni_16ara730.jpeg
bottom of page