top of page

Sjúkást kemur í alla skóla í Reykjanesbæ.



Fjörheimar Félagsmiðstöð fékk skemmtilegt verkefni á dögunum þegar Sjúkást fékk Samtök Félagsmiðstöðva á Íslandi með sér í lið til þess að fara með fræðslu á þeirra vegum í 8-10 bekk. Allir grunnskólar á landinu fá sömu fræðslu frá Sjúkást en starfsmenn félagsmiðstöðva á Íslandi fá þann heiður að fara með fræðsluna fyrir krakkana.


Sjúkást er verkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna. Verkefninu er ætlað að vera forvörn gegn ofbeldi með því að fræða ungt fólk um mörk og samþykki. Markmiðið er að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.


Fjörheimar þjónustar alla 7 grunnskóla í Reykjanesbæ og á eldra stigi eru um 750 nemendur og því beið okkur ærið verkefni framundan. Tveir skólar hafa nú þegar fengið fræðslu en það eru Háaleitisskóli og Akurskóli og hafa unglingarnir tekið mjög vel í fræðsluna. Fræðslan snýst aðallega um mikilvægi þess að setja sér mörk, virða mörkin sín og virða mörk annarra. Fræðslan kafar einnig í mikilvægi samskipta kynjanna í kynlífi og svo margt fleira.


Fræðslunni fylgir skemmtileg myndbönd þar sem ungmenni kafa í helstu spurningar og reynslusögur þeirra, myndböndin eru fræðandi en jafnframt mjög skemmtileg og vöktu mikla lukku. Hægt er að skoða myndböndin og allskonar skemmtilegt efni á heimasíðu Sjúkást sjukast.is og á Instagram undir nafninu sjuk.ast . Kynningar í þeim skólum sem eftir eru fara fram vikuna 28.sept-2.okt nema í Holtaskóla en sú kynning verður um miðjan október.

76 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page