top of page

Landsmót Samfés á Selfossi

Landsmót Samfés var haldið á Selfossi um helgina (5.-7.október). Fjögur ungmenni frá Fjörheimum sóttu landsmótið og tóku þátt í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Á landsmótinu fengu ungmennin tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og skemmta sér sem best. Lýðræðisleg vinnubrögð eru alls ráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Alls sóttu um 320 ungmenni landsmótið sem gekk mjög vel fyrir sig.







18 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page