top of page

Lionskonur styrkja starf Fjörheima

Lionsklúbburinn Freyja veitti Fjörheimum styrk fyrir skjávarpa fyrr á dögunum. Klúbburinn kom í heimsókn í húsakynnum Fjörheima þar sem starfsmenn kynntu starfið. Eftir kynninguna tilkynntu Lionskonur starfsmönnum að þær vildu styrkja starfið með að kaupa fyrir félagsmiðstöðina eitthvað sem myndi nýtast vel. Skjávarpi varð þá fyrir valinu en hann mun koma til góðra nota í komandi fræðslum Fjörheima. Þess má geta að á ári hverju eru fræðsludagar á borð við Forvarnardag ungra ökumanna í Reykjanesbæ og fræðandi vinnustofur fyrir Vinnuskóla Reykjanesbæjar, sem er nú rekinn af félagsmiðstöðinni, í Fjörheimum. Við þökkum Lionsklúbbnum Freyju kærlega fyrir heimsóknina og styrkinn.


26 views0 comments
bottom of page