top of page

Fræðsla og umræða um orkudrykki

Starfsfólk Fjörheima hefur þessa dagana verið að vinna að skemmtilegu verkefni í samstarfi við Samtakahópinn (þverfaglegur forvarnarhópur Reykjanesbæjar). Verkefnið er um orkudrykkjaneyslu íslenskra ungmenna. Í nýlegum niðurstöðum frá Rannsóknum og Greiningu kemur fram að íslensk ungmenni eru að drekka mest af orkudrykkjum af öllum í Evrópu. Þess vegna teljum við þetta þarfa umræðu.

Við fengum fjölbreyttan hóp af fólki frá Reykjanesbæ til að bregðast við nokkrum áhugaverðum staðreyndum um neyslu orkudrykkja. Í febrúar birtum við stutt myndbönd í hverri viku en þemað hvers myndbands var ein áhugaverð staðreynd um orkudrykkjaneyslu. Myndböndin voru frumsýnd í heild sinni á fundi Samtaka hópsins þann 11. febrúar. Á fundinum kom upp sú hugmynd að starfsfólk Fjörheima færi með fræðslu í grunnskóla Reykjanesbæjar um skaðsemi orkudrykkja.

Síðustu tvær vikurnar hefur starfsfólk Fjörheima farið í alla grunnskóla Reykjanesbæjar með fræðslu og umræðu um orkudrykki. Tekin var ákvörðun um að fara inn í hvern bekk fyrir sig með fræðsluna til þess að fá ungmennin til að taka virkan þátt í umræðum. Alls voru þetta 32 fræðslur eftir að hafa heimsótt alla skólana sjö. Ungmennin sýndu umræðuefninu mikinn áhuga og töldu flestir sig hafa lært eitthvað nýtt um orkudrykkjaneyslu.


Myndbandið í heild sinni má sjá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=100E5A3eU2o&ab_channel=FjorheimarFunworld


73 views0 comments
bottom of page