BAUN 2025 í Fjörheimum!

May 5, 2025
Við hlökkum til að sjá ykkur!
By Melkorka Ýr Magnúsdóttir September 16, 2025
Félagsmiðstöðvastarfið í Reykjanesbæ hefur tekið skemmtilegum og tímamóta breytingum. Hingað til hafa allir grunnskólar bæjarins deilt einni félagsmiðstöð á Hafnargötu 88 en nú hefur starfið verið eflt með því að opna félagsmiðstöðvar í hverfum bæjarins og færa þannig þjónustuna nær börnunum og unglingunum sjálfum. Í dag starfa fjórar félagsmiðstöðvar undir merkjum Fjörheima: Fjörheimar Akur í Akurskóla Fjörheimar Stapi í Stapaskóla Fjörheimar Háaleiti í Háaleitisskóla Fjörheimar Hafnó á Hafnargötu 88
 Með þessu fyrirkomulagi geta unglingar tekið þátt í starfi í sinni hverfisfélagsmiðstöð, en jafnframt eru allar félagsmiðstöðvar Fjörheima opnar öllum. Hver félagsmiðstöð er með tvær opnanir í viku fyrir 8.-10.bekk ásamt öðrum hverjum föstudegi, einnig er opið fyrir 5.-7.bekk tvo daga í viku ásamt séropnun fyrir 7.bekk einu sinni í viku. Nánari upplýsingar um hverja félagsmiðstöð fyrir sig má finna hér fyir neðan. Markmiðið er að félagsmiðstöðin sé áfram öruggur og jákvæður vettvangur þar sem börn og ungmenni geta hist, tekið þátt í skapandi og fjölbreyttu starfi og byggt upp vináttu og tengsl. Við hvetjum öll til að taka þátt í starfinu okkar, hvort sem það er í sinni hverfisfélagsmiðstöð eða annars staðar og við hlökkum til að taka á móti ykkur 💛
By Svala Rún Magnúsdóttir June 2, 2025
Nú erum við komin í sumarfrí og þökkum ykkur fyrir frábæran vetur! Við hlökkum til að sjá ykkur aftur eftir sumarfrí. Starfsemi Vinnuskóla Reykjanesbæjar er starfandi í húsinu í sumar, ásamt smiðjum fyrir ungmenni í samstarfi við vinnuskólann. Einnig bjóðum við upp á Listanámskeið í sumar :)
By Svala Rún Magnúsdóttir May 22, 2025
Í næstu viku eru hinsegin dagar í Fjörheimum en það voru ungmenni í hinsegin klúbb Fjörheima sem tóku þátt í að skipuleggja þessa glæsilegu dagskrá! 🙌🏼🏳️‍🌈 Hlökkum til að sjá ykkur! 🫶🏻
Eldri fréttir