Fjörheimar

fullDatetime-to-read.short-label

Unglingaráð Fjörheima gaf bökunarhorninu nýja hrærivél

Silja Kolbrún varaformaður unglingaráðsins afhendir Alexöndru Mist starfsmanni bökunarhornsins hrærivélina

Unglingaráð Fjörheima safnaði nýlega fyrir glænýrri hrærivél fyrir bökunarhorninu sem starfrækt er á opnum húsum fyrir 8-10 bekk. Vélin er af tegundinni Kenwood Chef XL Alexandra Mist ein af umsjónarmönnum bökunarhornsins tók á móti vélinni á opnu húsi í kvöld og var afar þakklát unglingaráðinu fyrir að hafa safnað fyrir henni. Hún ásamt Sunnevu Sól sjá um bökunarhornið og verður það ekki lengur bara á miðvikudögum heldur verður það einu sinni í viku á mismunandi dögum.

Unglingaráðið var samþykkt formlega í sumar sem félagasamtök og er nú komið með kennitölu og bankareikning eins og flest nemendafélög eða ráð. Unglingaráðið er með stór áform í vetur og stofnað hefur verið sér fjáröflunarráð sem hefur núþegar sett sér háleitt markmið að safna fyrir körfuboltavelli á lóð Fjörheima/88hússins. Meðlimir unglingaráðins eru nemendur 8-10 bekkjar úr öllum skólum Reykjanesbæjar.

Hægt er að styrkja unglingaráðið með því að leggja inná reikning unglingaráðsins

Kt 700621-1460

Rkn 0542-26-700621

    2210
    1