top of page

Unglingaráð Fjörheima gaf bökunarhorninu nýja hrærivél


Silja Kolbrún varaformaður unglingaráðsins afhendir Alexöndru Mist starfsmanni bökunarhornsins hrærivélina

Unglingaráð Fjörheima safnaði nýlega fyrir glænýrri hrærivél fyrir bökunarhorninu sem starfrækt er á opnum húsum fyrir 8-10 bekk. Vélin er af tegundinni Kenwood Chef XL Alexandra Mist ein af umsjónarmönnum bökunarhornsins tók á móti vélinni á opnu húsi í kvöld og var afar þakklát unglingaráðinu fyrir að hafa safnað fyrir henni. Hún ásamt Sunnevu Sól sjá um bökunarhornið og verður það ekki lengur bara á miðvikudögum heldur verður það einu sinni í viku á mismunandi dögum.


Unglingaráðið var samþykkt formlega í sumar sem félagasamtök og er nú komið með kennitölu og bankareikning eins og flest nemendafélög eða ráð. Unglingaráðið er með stór áform í vetur og stofnað hefur verið sér fjáröflunarráð sem hefur núþegar sett sér háleitt markmið að safna fyrir körfuboltavelli á lóð Fjörheima/88hússins. Meðlimir unglingaráðins eru nemendur 8-10 bekkjar úr öllum skólum Reykjanesbæjar.


Hægt er að styrkja unglingaráðið með því að leggja inná reikning unglingaráðsins

Kt 700621-1460

Rkn 0542-26-700621


221 views0 comments
bottom of page