
Innflytjendur
Rauði krossinn leggur áherslu á málefni innflytjenda í starfi sínu og lýtur starfið bæði að því að aðstoða innflytjendur með sérstökum verkefnum sem aðstoða þau við að fóta sig betur í íslensku samfélagi og að því að fá innflytjendur til liðs við Rauða krossinn og taka virkan þátt í starfi og stefnumótun félagsins.
88 húsið er í samstarfi við Rauða krossinn en við bjóðum upp á opið hús/ social house einu sinni í viku í 88 húsinu.
Opið hús - Stuðningur við innflytjendur
Opið hús er haldið einu sinni í viku í 88 húsinu og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Tilgangurinn er að veita einstaklingum stuðning og tækifæri til að byggja upp tengslanet og auka þátttöku sína í íslensku samfélagi.
Hvar: í 88 húsinu, Hafnargötu 88 í Reykjanesbæ
Hvenær: Þriðjudaga kl. 18:30 - 20:00.
Sjálfboðaliðar á opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni eins og:
-
Gerð ferilskrár.
-
Atvinnuleit.
-
Húsnæðisleit.
-
Að finna ódýr húsgögn og húsbúnað.
-
Að skoða námsmöguleika og möguleika á stuðningi í námi.
Kaffi/te og léttar veitingar í boði.