Veittu Minningarsjóði Ölla 400.000 króna styrk
Updated: Aug 19, 2020
Unglingaráð Fjörheima safnaði 400.000 króna styrk sem var afhendur til Minningasjóðs Ölla. Þann 4. mars hélt Unglingaráðið góðgerðartónleika í Hljómahöll og ákváðu meðlimir ráðsins að allur ágóði tónleikanna myndi renna til sjóðsins. Vegna Covid-19 þurfti að fresta afhendingu styrksins en vegna afléttingar samkomubanns var styrkurinn afhendur nú í maí. Þær Þórdís Kara og Hulda María tóku við styrknum fyrir hönd sjóðsins.

Minningasjóður Ölla styrkir börn til íþróttaiðkunnar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn var stofnaður til minningar körfuboltaleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem átti bjarta framtíð í íþróttinni. Ölli hóf feril sinn með meistaraflokki Njarðvíkur árið 1997, aðeins 16 ára gamall og varð lykilmaður í liðinu sem varð Íslandsmeistari árið 1998.

Unglingaráðið vil þakka öllum þeim sem komu að tónleikunum á einn eða annan hátt. Auk þess viljum við benda á að þeir sem vilja leggja málefninu lið geta lagt inn á reikning sjóðsins 0322-26-021585, kt. 461113-1090.


Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar