top of page

Upplýsingar fyrir Rave ball SamSuð

Rave Ball SamSuð (Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum) í Kvikunni í Grindavík

22. febrúar 2023. Miðaverð er 2.500 kr. ásamt 500 kr. fyrir rútuferð: samtals 3.000 kr. Öll ungmenni sem kjósa að mæta á viðburðinn þurfa að koma með í rútuferðina.

Minnum á að koma með leyfisbréfið í Fjörheima samdægurs.



Reglur Fjörheima fyrir viðburði og ferðir:

  1. Ungmenni sem sækja sérstaka viðburði hjá Fjörheimum (böll, gistinætur, ferðir) þurfa að skila inn leyfisbréfi eða passa það að upplýsingar til forsjáraðila séu réttar. Ef þessu er ekki framfylgt áskilur Fjörheimar sér rétt til að neita ungmenni inngöngu á þann viðburð.

  2. Fjörheimar leyfa ekki tóbak (vape, vapevökva eða aðrar nikotínvörur), vímuefni, áfengi eða orkudrykki á sínum viðburðum. Ef ungmenni hefur slíkt í vörslum sínum er hringt í forsjáraðila sem ber að sækja viðkomandi.

  3. Ef ungmenni beitir ofbeldi á viðburðum áskilur Fjörheimar sér þann rétt að tilkynna það til lögreglu ef Fjörheimar telja brotið vera alvarlegt. Þegar ofbeldismál koma upp er brotið alltaf tilkynnt til forsjáraðila allra þeirra sem komu við sögu í því máli.

  4. Fjörheimar áskilur sér rétt til þess að leita á ungmenni fyrir sérstaka viðburði, ef ungmenni neitar að láta leita á sér af viðkomandi starfsmanni þá hefur hann rétt á því að láta annan starfsmann gera það. Ef ungmenni neitar að láta leita á sér eftir það áskilur Fjörheimar sér þann rétt að vísa viðkomandi ungmenni af viðburðinum.

18 views0 comments
bottom of page