top of page

Upplestur með Siggu Dögg

Miðvikudaginn 11. desember kom Sigga Dögg, kynfræðingur í heimsókn í Fjörheima með upplestur á nýju bókinni sem hún var að gefa út, Daða.


Bókin fjallar um ungan gaur sem glímir við ástina, ástarsorg, sjálfsmyndina og gredduna. Daði spilar sig svalan fyrir félögunum og stelpunni sem hann er skotinn í en undir yfirborðinu krauma mótsagnarkenndar tilfinningar sem Daði reynir að átta sig á og vinna úr. Bókin byggir á algengum spurningum og umræðum drengja úr kynfræðslu Siggu Daggar um land allt undanfarin tíu ár.


Ungmennin voru ánægð með upplesturinn og er bókin efst á jólagjafalista hjá þeim þessi jól.


26 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page