top of page

Ungmennaráð SamSuð

Starfsdagur ungmennaráða SamSuð var haldinn í 88 húsinu miðvikudaginn 26. september. Ellefu ungmennaráðsmeðlimir Reykjanesbæjar sóttu starfsdagana.

Starfsdagarnir eru haldnir árlega og eru þeir nýttir fyrir hópefli og fræðslu fyrir ungmennaráðin. Samsuð, samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum, sér um skipulag starfsdagsins.

Í ár fengu ungmennin fræðslu og kennslu í ræðumennsku frá Sabínu, starfsmanni UMFÍ. Magnús Guðmundsson sá svo um hópefli sem reyndi vel á samvinnu hópsins.

Starfsdagarnir eru góð byrjun á starfsemi ungmennaráðana fyrir veturinn og skemmtu ungmenni og starfsmenn ráðana sér vel.


100 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page