top of page

Sumarbúðir Sk8roots 2020

Síðastliðna helgi fóru sumarbúðir Sk8roots fram í 88 húsinu. Við fengum góða heimsókn frá Ungmennaráði Hvammstanga en nú vinna forsvarsmenn Sk8roots hörðum höndum að koma hjólabrettakennslu á laggirnar á Hvammstanga.


Fjölbreytt dagskrá var fyrir Ungmennaráðið en auk hjólabrettakennslu og fræðslu fóru þau meðal annars á Rokksafn Íslands og í Vatnaveröld.


Við hlökkum til að koma á hjólabretti á Hvammstanga!

42 views0 comments
bottom of page