SUÐIÐ söng- og danskeppni
SUÐIÐ söng- og danskeppni verður haldin þann 12. janúar 2023 í Kvikunni í Grindavík. Keppnin er undankeppni fyrir bæði söng- og danskeppni SAMFÉS.
Við hvetjum ungmenni til þess að byrja að undirbúa atriði fyrir keppnina.
Fjörheimar stefna að því að fara með rútu af ungmennum á keppnina.
Ef þú þekkir ungmenni sem gæti hugsanlega haft áhuga á því að taka þátt, þá mátt þú endilega hvetja hann/hana til þess að skrá sig.
Skráning fer fram í Fjörheimum.
