Styrkur frá Ragnarseli til Fjörheima og 88 hússins

Nú á dögunum veitti Ragnarsel Fjörheimum og 88 húsinu veglegan styrk. Ragnarsel var úrræði fyrir einstaklinga með fötlun sem rekið var af Þroskahjálp Suðurnesja.


Fyrir styrkinn var okkur fært að fjárfesta í myndavél sem nýtist í það fjölbreytta starf sem fer fram í Fjörheimum og 88 húsinu. Meðal þeirra fjölbreyttu starfa má nefna fréttaþáttinn FjörheimarTV, viðburði Fjörheima og 88 hússins, í stúdíóinu okkar ýmist í upptöku og önnur störf en einnig í eftirskólaúrræði fyrir einstaklinga með fötlun sem fer fram í 88 húsinu.


Takk kærlega fyrir okkur!


Við hvetjum ykkur að fylgjast með störfum okkar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram undir @fjorheimarfelagsmidstod.0 views

Sími: 421-8890/ 891-9101 | Netfang: fjorheimar@reykjanesbaer.is

Hafnargata 88, 230 Reykjanesbæ