top of page

Starfsfólk Íslandsbanka kom í heimsókn og kynnti sér starf Fjörheima, 88 hússins og Unglingaráðsins


Starfsfólk Íslandsbanka í Reykjanesbæ kom á dögunum í heimsókn til okkar í Fjörheima og 88 hússins. Unglingaráðið var búið að undirbúa kynningu á starfsemi þeirra síðustu ár og framtíðarsýn þeirra fyrir núverandi skólaár. Boðið var uppá bakkelsi og kaffi.


Starfsfólk Fjörheima og 88 hússins sýndu starfsfólki Íslandsbanka aðstöðunina og fóru yfir með þeim hvaða starf er unnið. Starfsfólk Íslandsbanka var mjög hrifið af starfinu sem unnið er í húsinu og kom þeim á óvart hvað starfsemin er veigamikil og snertir marga aldurshópa. Öll starfsemin í húsinu er frí fyrir þá sem nýta sér hana og er mikið í boði. Stjórn Unglingaráðsins kynnti starfsfólki Íslandsbanka framtíðarsýn ráðsins en í henni er meðal annars á dagskrá að safna fyrir freestyle körfuboltavelli á lóð Fjörheima/88hússins.


Starfsfólk Fjörheima/88hússins og stjórn unglingaráðsins vill þakka starfsfólki Íslandsbanka fyrir að gefa sér tíma til að kynna sér starfið okkar og vill hvetja önnur fyrirtæki og stofnanir til að gera slíkt hið sama

47 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page