top of page

Starfsdagar Samsuð haldnir hátíðlegir



Starfsdagar Samsuð voru haldnir hátíðlegir miðvikudaginn 25.ágúst. 28 starfsmenn frá fimm félagsmiðstöðvum mættu á starfsdagana. Magnús Sigurjón Guðmundsson eða Maggi pera skemmtikraftur og hópeflismeistari mætti með sína venjulegu dagskrá.


Starfsfólk Samsuð er mjög spennt fyrir komandi starfsári og það mátti sjá á stemningunni að þarna var mjög hress hópur á ferðinni. Samsuð er Samtök Félagsmiðstöðva á Suðurnesjum og í Samtökunum eru fimm aðildarmeðlimir, Fjörheimar frá Reykjanesbæ, Eldingin frá Garði, Þruman frá Grindavík, Boran frá Vogum og Skýjaborg frá Sandgerði.


Starfsfólkið leysti hópeflisverkefni og var skipt niður í minni hópa þvert á móti starfsstöðvum og þá voru ræddar svokallaðar klípusögur sem eru sögur byggðar á alvöru aðstæðum sem starfsfólk félagsmiðstöðva á íslandi hefur lent í. Sögurnar eru notaðar fyrir starfsfólk til að ræða hvað eru æskileg viðbrögð við slíkum aðstæðum. Boðið var uppá hamborgara og gos og fóru allir alsælir heim eftir starfsdagana.




45 views0 comments
bottom of page