top of page

Skráning í Skapandi smiðjur

Fjörheimar og Vinnuskólinn bjóða upp á Skapandi Smiðjur í 88 húsinu í sumar fyrir 8.-10. bekk. Opið er nú fyrir skráningar í smiðju í viðburðastjórnun. Smiðjan er sett upp sem nokkurs konar vinnustofa þar sem ungmenni fá tækifæri til að láta hugmyndir sínar verða að veruleika.

Lögð verður áhersla á leiðtogahæfni, hugmyndavinnu og framkvæmd viðburða. Ungmennin fá einstakt tækifæri til fá reynslu í skipulagningu og framkvæmd viðburða.




Takmarkaður fjöldi kemst inn í smiðjunar. Ungmenni fá greidd laun frá Vinnuskóla Reykjanesbæjar og verða tvö tímabil í boði sem standa yfir í 3 vikur hvor.


Skráning fer fram í þessu formi en við biðjum umsækjendur um að sækja einnig um á ráðningavef Reykjanesbæjar: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScV_sfpa-H_WBIYwDbw2qt1QyJCORcKABeUstHTBm9R8po3nA/viewform?fbclid=IwAR2Sqyd7U7BJZm9S_6K5rrNXu82tcoy3LoyslM-AYcRlvX2slxVIp8-912E


54 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page