top of page

Skemmdarverk á ærslabelg!


Á laugardaginn síðasta var unnið skemmdarverk á ærslabelgnum okkar. Óprúttinn einstaklingur ákvað að skera á ærslabelginn og eru nú 3 stór göt á honum. Götin eru mismunandi að stærð en stærsta er tæplega meter að lengd. Óvíst er hvort hægt sé að laga dýnuna en tilraun til viðgerða standa nú yfir. Ærslabelgur sem þessi er ekki ódýr og það er ljóst að ef ekki hægt er að laga belginn mun tjónið hlaupa upp á margar milljónir.


Öflugt myndbandseftirlit er á lóðinni og náðist verkið á mynd, myndbandsupptakan er nú komin til lögreglu. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í von um að þeir sem standa á bakvið þetta náist.


Oft hefur verið komið að dýnunni skemmdri en starfsmenn 88 Hússins hafa á þessu ári þurft að setja tugi bóta á hana vegna þess hve illa er farið með hana. Slíkur belgur á að endast í tugi ára ef rétt er farið með hann. Svona stór skemmdarverk hafa hinsvegar aldrei sést áður og á meðfylgjandi myndum má sjá að götin eru risastór og ljóst er að viðgerð verður mjög snúin. Sú ákvörðun hefur verið tekin að ærslabelgnum verður lokað fram að næsta vori og vonum við að hann fái að vera í friði í framtíðinni.
246 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page