top of page

Mindset of youth workers in supporting learning - námskeið í Hollandi


Elva Dögg og Gunnhildur starfsmenn Fjörheima sóttu um styrk hjá Erasmus+ til þess að sækja tiltekið námskeið, en Erasmus+ veitir styrki til verkefna í æskulýðsstarfi. Um er að ræða 5 daga námskeið sem var haldið í De Glind (600 manna bær) í Hollandi. Á námskeiðinu voru 15 þátttakendur frá 10 löndum.


Námskeiðið var uppfullt af nýjum og skemmtilegum leiðum til þess að koma skilaboðum áleiðis svo hægt sé að draga sem mestan lærdóma af því sem verið er að læra.

Verkefnin á námskeiðinu voru mjög fjölbreytt og skemmtileg og lærðum við mikið af nýjum aðferðum til þess að koma skilaboðum okkar á framfæri. Við fórum í gegnum fullt af krefjandi verkefnum en við sátum sjaldnast kjurr í sætunum þegar við leystum þau. Við sátum annað hvort á gólfinu eða lágum úti í grasinu, fórum í göngur, leystum verkefni í hópum eða tjáðum okkur á listrænan hátt.


Við lærðum nýjar leiðir til þess að takast á við hið daglega starf Fjörheima, bæði hvað varðar skipulag en þá aðallega hvað varðar samskipti við ungmennin og hvernig við getum notað hæfileika okkar og þekkingu til þess að byggja upp ánægjulegt og lærdómsríkt starf fyrir þau á þeirra forsendum.


Við skoðuðum okkar stofnun (Fjörheima) og veltum fyrir okkur markmiðum og áherslum. Einnig veltum við fyrir okkur framtíðarplönum og stefnu.

Það var mikil áhersla lögð á ungmennin sjálf og þeirra upplifun af starfseminni og hverjar þeirra langanir og væntingar væru.