top of page

Metþátttaka og titillinn heim

Matthildur og Gugga gerðu sér lítið fyrir og hrepptu 3.sætið á Danskeppni Samfés. Keppnin var haldin hátíðlega í Gamla bíó á föstudaginn og var keppt í einstaklings- og hópakeppni unglinga á aldrinum 10-18 ára. Þær Matthildur og Gugga lentu í 3.sæti í hópakeppni 13-16 ára en þær stöllur voru einnig fulltrúar Fjörheima á keppninni árið 2020 eftir að hafa lent í 2.sæti á Hæfileikakeppni Samfés.


Alls voru 75 keppendur skráðir til leiks og fór skráningin langt fram úr björtustu vonum að sögn verkefnastjóra Samfés.

Samfés, frjáls félagasamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, héldu keppnina í 5.skiptið í ár og hefur þátttakan aldrei verið betri.Starfsfólk Fjörheima óska Matthildi og Guggu innilega til hamingju með flotta frammistöðu.


Myndband af atriði þeirra má sjá hér fyrir neðan100 views0 comments
bottom of page