top of page

Listasmiðja Reykjaness hefur störf í Fjörheimum


Listasmiðja Reykjaness er nýtt verkefni sem er að fara af stað meðfram starfinu í félagsmiðstöðinni Fjörheimum í vetur.


"Við höfum tekið eftir auknum áhuga ungmenna Reykjanesbæjar á listsköpun og þegar boðið hefur verið upp á listakvöld á opnum húsum í félagsmiðstöðinni síðastliðin ár hefur það verið mjög vinsælt" sagði Davíð Már forstöðumaður Fjörheima


Hugmyndin að verkefninu varð til í kjölfarið af skemmtilegu samstarfsverkefni við Vinnuskóla Reykjanesbæjar í sumar, þar sem ungmennum gafst kostur á að vinna við skapandi smiðjur í Fjörheimum. Þar voru unnin fjöldinn allur af listaverkum sem að fegruðu nærumhverfi félagsmiðstöðvarinnar. Tæplega 80 ungmenni störfuðu við skapandi smiðjurnar í sumar - þar sem boðið var upp á Listasmiðju og Viðburðasmiðju.


"Við erum mjög stolt af því hvernig sumarstarfið tókst til og þá kviknaði þessi hugmynd að reyna að bjóða upp á aukin tækifæri fyrir ungmenni til þess að sinna sinni list í góðum félagsskap í rými sem er hannað fyrir sköpun – þar sem er í lagi að sulla út fyrir, gera tilraunir og hafa gaman." sagði Davíð.


Fjörheimar munu bjóða un