Listanámskeið fyrir alla

Í sumar var listanámskeið haldið í 88 húsinu fyrir krakka á aldrinum 8-14 ára. Þá mættu 32 krakkar á námskeiðið og var þeim kennt hefðbundnar aðferðir í myndlist sem og óhefðbundnar. Þá lærðu krakkarnir um heimsfræga listamenn, lærðu að búa til sína eigin liti úr matvörum og gerðu sín eigin listaverk.

Omar, umsjónarmaður námskeiðsins, segir að með opnum hugarfari, tengslamyndun og skemmtun að leiðarljósi hafi myndast vinasambönd innan hópsins og er það sérstaklega jákvætt að hans mati. Hann segir það mikilvægt að taka öllum með opnum örmum og tekur það fram að krakkar með sérþarfir séu sérstaklega velkomnir.Omar Rondon kemur frá Venesúela og lærði myndlist við Háskólann í Los Angeles (ULA). Hefur hann haldið margar listasýningar víðsvegar. Hann starfar nú í 88 húsinu og setur lit í líf hússins með listaverkum sínum, listanámskeiðum og jákvæðu viðmóti.33 views

 421-8890/ 891-9101

 fjorheimar@reykjanesbaer.is

Hafnargata 88, 230 Reykjanesbær, Ísland

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram