Landsmót Samfés á Selfossi

Landsmót Samfés var haldið á Selfossi um helgina (5.-7.október). Fjögur ungmenni frá Fjörheimum sóttu landsmótið og tóku þátt í fjölbreyttum smiðjum þar sem markmiðið er að ungmennin taki það sem þau læra með sér heim og miðli reynslu sinni og þekkingu í sinni félagsmiðstöð. Á landsmótinu fengu ungmennin tækifæri til þess að kynnast nýju fólki og skemmta sér sem best. Lýðræðisleg vinnubrögð eru alls ráðandi á Landsmóti Samfés en lokadagur mótsins er helgaður Landsþingi ungs fólks. Alls sóttu um 320 ungmenni landsmótið sem gekk mjög vel fyrir sig.13 views

 421-8890/ 891-9101

 fjorheimar@reykjanesbaer.is

Hafnargata 88, 230 Reykjanesbær, Ísland

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram