top of page

Góð mæting á Sumar-partý Fjörheima

Þann 22.júlí var haldið sumar-partý fyrir 4.-7. bekk í Fjörheimum. Viðburðasmiðja Fjörheima sá um að setja viðburðinn upp og skipuleggja hann. Það mættu u.þ.b 200 krakkar og skemmtu sér allir konunglega. Á viðburðinum var sjoppa, grillaðar pulsur, hoppukastali og gagaboltamót. Einnig voru skemmtileg atriði en þá var söngatriði í boði Sesselju Óskar og hjóla atriði í boði BMX bros. Síðan var sett upp kósý herbergi fyrir krakka til að slaka á, þar var hægt er að teikna, perla og spila einnig var hægt að mála og sýna listahæfileika sína.Fjörheimar í samstarfi við Vinnuskólann bjóða upp á Skapandi smiðjur fyrir ungmenni í 8.-10.bekk. Þar er í boði viðburðasmiðja og listasmiðja og fá ungmennin borgað fyrir vinnu sína líkt og í vinnuskólanum. Viðburðasmiðjan sérum að vinna í áhugaverðum verkefnum, meðal annars setja upp bingó, böll og skemmtidag fyrir leikjanámskeið. Listasmiðjan sér um að mála 88 húsið, gera umhverfi hússins litríkara og skemmtilegra sem og að læra nýja hluti um list.Þessi frétt var unnin af media teymi skapandi smiðja 2021.

33 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page