top of page

Fundur ungmennaráðs með Kölku

Þann 15. október síðastliðinn fundaði Ungmennaráð Reykjanesbæjar með bæjarstjórn og bæjarstjóra Reykjanesbæjar.


Mikið var rætt á fundinum en mikið fór fyrir umhverfismálum. Ungmennin töldu mikla þörf á meiri fræðslu um hvernig ætti að flokka rusl, bæta við sorptunnum á víð og dreif um sveitafélagið og almennt meiri vitund fyrir umhverfismálum í sveitafélaginu okkar. Ungmennunum langaði að taka skrefið lengra og fræða jafninga og aðra í formi fyrirlestra eða myndbandskynninga.


Þá kom Styrmir Gauti, bæjarfulltrúi með þá hugmynd að hafa samband við Kölku með von um leiðbeiningar um hvernig fræðslunni væri háttað og jafnvel samstarf ef allt gengi eftir.


Aron Freyr, forstöðumaður Fjörheima og 88 hússins fór á fund ásamt, Aroni Gauta og Ísabellu, fulltrúum Ungmennaráðs á fund Steinþórs, framkvæmdarstjóra Kölku síðastliðinn þriðjudag. Steinþór kynnti fyrir okkur starfssemi Kölku með áherslu á flokkunarmál á Suðurnesjum. Ungmennin fræddust heilmikið á fundinum og eru spennandi tímar framundan hjá Ungmennaráði í umhverfismálum. Nánar um það síðar!



87 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page