top of page

Fundur ungmennaráðs með bæjarstjórn Reykjanesbæjar

Ungmennaráð Reykjanesbæjar átti fund með bæjarstjórn mánudaginn 17. apríl. Alls mættu 18 meðlimir ungmennaráðsins á fundinn en 8 ræðumenn stigu í pontu. Umræðan var fjölbreytt en ræðumenn töluðu meðal annars um umhverfismál, samgöngur, líðan ungmenna og nýjar mætingarreglur hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að loknum ræðuhöldum fékk bæjarstjórn stutta stund til þess að svara ræðum ungmennanna. Fundurinn gekk vel fyrir sig og var bæjarstjórn sammála um það að tilteknir fundir með ungmennaráði Reykjanesbæjar væru mikilvægir svo þau hafi einhverja hugmynd um það hvað brennur á unga fólkinu.


30 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page