top of page

Forvarnardagur ungra ökumanna 2019

Hver er mín ábyrgð sem ökumaður?


Síðastliðinn miðvikudag var umferðaslys sviðsett í Ungmennagarðinum við 88 húsið. Lögregla og sjúkra- og slökkvilið var kallað á staðinn þar sem beita þurfti klippum til að ná til ökumanns og farþega en að auki var einn ökumaður handtekinn fyrir ölvun við akstur.


Um er að ræða forvarnardag ungra ökumanna sem haldinn er í samstarfi við Reykjanesbæ, Lögregluna á Suðurnesjum, Brunavarnir Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingarmiðstöðina. Dagurinn er haldinn tvisvar á ári fyrir nemendur í Fjölbrautarskóla Suðurnesja, einu sinni á haustönn og einu sinni á vorönn.


Þátttakendur forvarnardagsins voru rúmlega 160 nemendur sem fengu fræðslu um afleiðingar umferðalagabrota, ölvunarakstur, akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að heyra reynslusögu ungrar stúlku sem lenti í alvarlegu umferðaslysi árið 2010.


Markmið forvarnardagsins er að vekja unga ökumenn til umhugsunar um ábyrgðina sem fylgir því að vera ökumaður, fækka slysum og auka öryggi í umferðinni. Forvarnardagur ungra ökumanna var fyrst haldinn hárið 2004 í kjölfar banaslysa ungra ökumanna og hefur verið haldinn árlega síðan. Verkefnið hefur vakið athygli í fleiri landshlutum á Íslandi og í ár mættu 12 fulltrúar frá Suðurlandi frá ýmsum starfsstéttum til að fylgjast með deginum.








Fulltrúar frá Suðurlandi



40 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page