top of page

Forvarnardagur ungra ökumanna

Alvarlegt umferðarslys eða sviðsetning?

Umferðarslys var sviðsett á planinu við 88 húsið miðvikudaginn 26. september síðastliðinn. Lögregla, sjúkrabíll og slökkvilið var kallað á staðinn en klippum var beitt til þess að ná ungmennum út úr bílunum. Um er að ræða forvarnardag ungra ökumanna sem haldinn er í samstarfi við Reykjanesbæ, Lögregluna á Suðurnesjum, Brunavarnir Suðurnesja, Fjölbrautaskóla Suðurnesja og Tryggingarmiðstöðina.

Nemendur fengu fræðslu um afleiðingar umferðarlagabrota, ölvunarakstur, sektir, tjónaskyldu og brot gegn þriðja aðila. Einnig fengu nemendur að heyra reynslusögu ungrar stúlku sem lenti í alvarlegu umferðarslysi.

Þetta árið tóku rúmlega 170 nemendur þátt í forvarnardeginum en markmiðið er að vekja þá til umhugsunar um ábyrgðina sem því fylgir að vera ökumaður, fækka slysum og auka öryggi í umferðinni. Verkefnið fór fyrst af stað árið 2004 í kjölfar banaslysa ungra ökumanna og hefur verið haldið árlega síðan.

55 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page