top of page

Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja gaf 88 Húsinu glæsilegt 75" tommu sjónvarp.


Sjónvarpið nýtur sín vel á veggnum á 3.hæð. Framkvæmdir eru enn í gangi eins og má sjá á myndinni.

Foreldrafélag Fjölbrautaskóla Suðurnesja kom starfsmönnum 88 Hússins verulega mikið á óvart í síðustu viku þegar þau höfðu samband við okkur og tilkynntu okkur það að þau vildu styrkja starfið okkar á þessum óvenjulegu tímum. Gjöfin kom eiginlega á fullkomnum tíma því starfsmenn hússins hafa unnið að endurbótum á 3.hæð 88hússins síðan starfsemin þurfti að loka aftur vegna covid í mars.


Óhætt er að segja að sjónvarpið hafi fullkomnað rýmið og þá hugsjón sem starfsmenn höfðu af rýminu. Sjónvarpið er 75 tommur að stærð og frá Philips. Sjónvarpið á eftir að nýtast afar vel í starfið okkar og býður stærðin uppá að hægt sé að nota tækið í fyrirlestra, bíókvöld og aðra skemmtilega viðburði.


Starfsmenn 88 hússins þakka Foreldrafélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja kærlega fyrir gjöfina því hún á eftir að nýtast húsinu vel næstu árin.18 views0 comments

Comments


bottom of page