Fjörheimaball 5.-7. bekkinga í Reykjanesbæ

Þriðjudaginn 12. nóvember var haldið ball Í Fjörheimum fyrir öll ungmenni í 5.-7. dekk í Reykjanesbæ. Ballið gekk vonum framar og létu hátt í 300 ungmenni sjá sig á ballinu!


Mikið líf og fjör var á ballinu þar sem Dj Jói Tropical spilaði og ungmennin fóru meðal annars í limbó keppni, ásadans og danskeppni.


Að sögn starfsfólks var mikið fjör og erum við spennt að halda aftur ball á nýju ári fyrir þessi flottu ungmenni.


Sérstakar þakkir fær unglingaráð Fjörheima fyrir sín störf og góða skipulagningu á ballinu.


Þangað til næst!


48 views

 421-8890/ 891-9101

 fjorheimar@reykjanesbaer.is

Hafnargata 88, 230 Reykjanesbær, Ísland

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram