top of page

Félags- og barnamálaráðherra í heimsókn í FjörheimumÁ fimmtudaginn fengu Fjörheimar skemmtilega heimsókn þegar félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason og fulltrúi bæjarráðs Reykjanesbæjar, Jóhann Friðrik Friðriksson komu á kynningu á starfi Ungmennaráðs Reykjanesbæjar og Unglingaráðs Fjörheima.


Farið var yfir helstu baráttumál ráðanna síðastliðin ár og ungmennin nýttu tækifærið vel til umræðu við ráðherrann og bæjarráðs fulltrúann um mörg áhugaverð málefni - má þar nefna menntakerfið, umhverfismál og samgöngumál í Reykjanesbæ. Ráðherra nýtti tækifærið einnig vel og spurði ungmennin út í þeirra skoðanir á fjölmörgum málefnum sem varða börn og ungmenni.


Áður en að heimsókninni lauk fengu ráðherra og bæjarfulltrúinn svo góða skoðunarferð um félagsmiðstöðina og ungmenna húsið og kynningu á öllu því fjölbreytta starfi sem fer þar fram.


Starfsfólk Fjörheima þakkar þeim Ásmundi Einari og Jóhanni Friðriki kærlega fyrir skemmtilega heimsókn og bjóðum þá velkomna aftur í kaffi hvenær sem er.


61 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page