Bingóæði í Reykjanesbæ

Fjörheimar Félagsmiðstöð ásamt Súlunni verkefnastofu menningarmála í Reykjanesbæ og Streyma.is héldu án efa einn stærsta fjarviðburð á Suðurnesjum síðustu helgi þegar rúmlega 540 manns spiluðu bingó í Jóla bingó Reykjanesbæjar. Bingóstjórar voru starfsmenn Fjörheima þau Thelma Hrund og Ólafur Bergur.
Þetta var þriðja og síðasta bingóið sem haldið var á vegum Reykjanesbæjar og Fjörheima núna á rúmlegum mánuði og tóku samtals rúmlega þúsund íbúar Reykjanesbæjar þátt. Fjölmörg fyrirtæki á svæðinu tóku þátt í viðburðinum og gaman var að sjá að þrátt fyrir óvenjulega tíma voru fyrirtæki á svæðinu mjög viljug til að gefa til baka og styrkja verkefnið. Krakkarnir í Unglingaráði Fjörheima sáu aðallega um vinningasöfnun fyrir Jóla bingóið og stóðu þau sig eins og hetjur.
Aðalvinningur kvöldsins var 3x mánaðaráskrift frá sporthúsinu að verðmæti 32.000kr 10.000kr gjafabréf frá skóhöllinni, 5000kr gjafabréf frá air.is 4500kr gjafabréf frá Kef restaurant. Ilmkerti og kertastjaki frá Draumalandi og kassi af Malt og Appelsíni frá Ölgerðinni. Heildarverðmæti vinninga var rúmlega 300.000kr. Spenningurinn var mikill og í lokabingóinu voru tveir með bingó og var dregið um hvor hneppti aðalvinninginn. Þá gerðist það að dregið var sömu spilin þrisvar sinnum í röð og óljóst var hvort vinningurinn hreinlega færi út! En að lokum var það Kristólína þorláksdóttir sem hneppti aðalvinninginn og óskum við henni til hamingju með það.
Ekki verður haldin fleiri bingó í bráð en ljóst er að eftir síðustu þrjú bingó að algjört bingóæði hefur tekið yfir Reykjanesbæ og nærliggjandi svæði.