Allt sem þú þarft að vita um Rave ball SamSuð
RAVE ball SamSuð fyrir 8.-10. bekk verður í Kvikunni í Grindavík þann 15. febrúar. Rútur fara stundvíslega frá Fjörheimum kl. 20:00 og er áætluð heimkoma kl. 23:30. Miðaverð er 3000 kr. og er rútuferðin inni í því verði.
Miðasala: - Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 19:30-21:30 - Föstudaginn 10. febrúar kl. 19:30-21:30 - Mánudaginn 13. febrúar kl. 19:30-21:30
Á mánudeginum 13. febrúar verður rave-bolagerð þar sem ungmenni geta komið með eigin boli og skreytt þá með neonlitum.
Á böllum gilda reglur Fjörheima en þær má sjá á myndinni hér að neðan:

Myndband frá síðasta Rave balli: https://www.instagram.com/tv/CbN0E4tAAPl/...