Ævntýraferð Unglingaráðs Fjörheima
Updated: Aug 19, 2020
Unglingaráð Fjörheima kvaddi skólaárið með ævintýraferð til Akureyrar.
Unglingaráðið hefur tekið að sér ýmis verkefni og unnið hörðum höndum í vetur.
Héldu ungmennin góðgerðartónleika til styrktar Minningarsjóðs Ölla, sameiginleg diskótek fyrir 5.-7.bekk, skipulögðu viðburði ásamt því að búa til dagskrá Fjörheima. Eftir viðburðaríkan vetur var því ákveðið að verðlauna þau fyrir góð störf með ferð.
Þann 11.júní hélt Unglingaráðið för sinni norður í fjögurra daga ferð. Ráðið hélt fjáröflun til að fjármagna ferðina og gekk svo vel að hægt var að gera fullt af skemmtilegum hlutum. Þau fengu að prófa Paddleboarding undir leiðsögn, fóru í sund, út að borða og í Kjarnaskóg svo eitthvað sé nefnt.
Fjörheimar vilja þakka unglingaráðinu fyrir góð störf, einnig vill Unglingaráð Fjörheima þakka fyrir skólaárið sem er að líða.
Þeir sem hafa áhuga á að vera með í Unglingaráði Fjörheima á næsta skólaári mega hafa samband við Fjörheima á öllum helstu miðlum.




Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar