gamnnn.jpg

Lifandi Liðsheild

Samvinna  Sjálftraust Samskipti 

Námskeið sérhannað fyrir alla hópa á aldrinum

12-16 ára sem vinna saman að sameiginlegu markmiði.

Markmiðið með námskeiðinu er að þétta hópinn, efla liðsheild og leysa ágreininga með samskiptum.

 

Útkoman er sterkari liðsheild sem þekkir betur styrkleika hvers og eins

Fjörheimar.jpg

Samvinna

Lífið er auðveldara þegar fólk tekur þá ákvörðun að vinna saman og vera góðir liðsfélagar

Sjálftraust

Að vera með gott sjálftraust er ein af lykil undirstöðum í því að ná árangri.

heilbrigð Samskipti

Ágreiningar geta valdið vandamálum innan liðsheildar. Forðumst ágreininga og berum virðingu fyrir öðrum.

Liðsheild

Góð liðsheild getur klifið fjöll. Að vera hluti af sterkri liðsheild eru forréttindi sem öll lið ættu að stefna að.

Okkar markmið

Við höfum unnið með börnum og unglingum í hópastarfi núna í samanlagt 7 ár. Við settum alla þá þekkingu saman í þetta námskeið og námskeiðið snýst um að kenna fólki að vera góðir liðsmenn og hvernig maður vinnur saman í teymi.

Hvernig náum við því?

Við setjum hlutina í skýrara samhengi svo auðveldara sé að skilja hvað nákvæmlega felst í því að vera betri liðsmaður og hvaða skref hver og einn getur tekið til þess að ná því markmiði.

Árangur

IMG_1758.jpeg
Thelma Hrund Hermannsdóttir

Hefur setið í stjórn NFS

stundaði Fimleika í 13 ár og var í unglingalandsliðinu í ólympískum lyftingum. hefur starfað með börnum í 4 ár

88253658_3227076400655524_10494572199149
​Ólafur Bergur Ólafsson

Var í körfubolta og fótbolta í 13 ár. Sat í stjórn NFS. Hefur unnið með börnum í 2 ár og vinnur í dag sem ráðgjafi hjá Dale Carnegie 

Eftir námskeiðið náum við fram sterkari liðsheild sem þekkir betur styrkleika hvers og eins. Liðsheild sem notar heilbrigð samskipti til þess að ná árangri saman sem lið

Heilbrigð samskiptatækni

Fyrirkomulag

- 2-3 skipti með þjálfara 

- 1 skipti með foreldrum

- 2-3 skipti með leikmönnum liðsins 

- ítarleg þarfagreining fyrir þjálfara og        aðstandendur eftir námskeiðið

- Reynsla og upplifun á nýjum aðferðum      og sjónarmiðum 

- Plakat með markmiðum liðsins

- Eftirfylgni 2 mánuðum eftir námskeið

- kostar ekki neitt

Hvað eru heilbrigð samskipti?

Heilbrigð samskipti er þegar báðir aðilar nota samskipti sem leið til þess að tjá sína upplifun á hlutunum án þess að falla í þá gryfju að kenna öðrum um eða særa hinn aðilann

Hvernig virkar þetta?

Heilbrigð samskipti er mjög einföld leið til þess að lýsa því hvernig manni líður án þess að hinn aðilinn finnst hann/hún vera ásökuð eða dregin niður. Tæknin virkar þannig að maður talar alltaf frá sinni eigin upplifun og passar að hinn aðilinn geti komið sinni skoðun á framfæri á sama tíma, þannig öðlast maður nýtt sjónarhorn og skilur hlutina betur.

Hvar get ég nýtt mér þetta?

Allstaðar þar sem þú þarft að koma fram þinni skoðun eða upplifun og vilt forðast ágreininga eða leysa ágreininga. Við höfum verið að nota þessa tækni á mörgum stöðum (t.d í samræðum við foreldra um börnin þeirra) og við höfum séð að þessi tækni hjálpar okkur að koma fram því sem við viljum segja án þess að særa tilfinningar annarra.

 

Hafðu Samband

Thanks for submitting!