Forvarnarstefna Fjörheima

Í starfi Félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima er lögð áhersla á starf með unglingum á aldrinum 9-16 ára sem byggir á hornsteinum lýðræðis. Einkunnarorðin eru: áhugi, virkni, þátttaka og ábyrgð.

 

Markmið:

• Félagsmiðstöðin skal leggja áherslu á að efla félags- og tilfinningaþroska.

• Unglingum í Fjörheimum er gefinn kostur á að framkvæma í stað þess að vera einungis áhorfendur.

• Fjörheimar eru opnir fyrir áhrifum unglingamenningar, þannig að flestir finni eitthvað við sitt hæfi í starfi félagsmiðstöðvarinnar.

• Sérstaklega skal leitast við að ná til unglinga sem ekki njóta sín í öðru æskulýðsstarfi. Allir fá sömu tækifæri óháð námsgetu og heimilisaðstæðum.

• Félagsmiðstöðin heldur úti markvissri fræðslu-, forvarnar- og leitarstarfi og beitir fjölbreyttum aðferðum við að auka líkur á árangri á þeim vettvangi.

• Starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar skulu byggja upp jákvæða sjálfsmynd unglingsins.

 

Framkvæmd:

• Fjörheimar eru í samstarfi við ýmsa aðila, s.s. unglinga í Reykjanesbæ, fjölskyldu og félagsþjónustu, Fræðsluskrifstofu, skóla, foreldra, lögreglu, félög og samtök sem vinna að málefnum unglinga.

• Öll neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.

• Öll tóbaksnotkun er bönnuð í Fjörheimum og á lóð félagsmiðstöðvarinnar.

• Starfsfólk setur skýr mörk við neikvæðri hegðun og er jákvæð fyrirmynd í leik og starfi.

• Heimasíðu Fjörheima inniheldur efni tengt forvörnum og fræðslu.

• Haldin eru regluleg fræðslukvöld tengd forvörnum í Fjörheimum.

 421-8890/ 891-9101

 fjorheimar@reykjanesbaer.is

Hafnargata 88, 230 Reykjanesbær, Ísland

  • Facebook
  • YouTube
  • Instagram