IMG_3751 2.jpg
88fjorlogo-04_edited.png

88 Húsið - Ungmennahús fyrir 16-25 ára

88 húsið er ungmennahús fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem staðsett er við Hafnargötu 88 sem starfar eftir gildum jafnréttis, vináttu og vellíðunar. 

Skipulagt starf fyrir ungt fólk á flótta og ungt fólk af erlendum uppruna

88 húsið hefur verið í virku samstarfi við Rauða krossinn og var með skipulagt

félagsstarf fyrir ungt fólk á flótta og ungt fólk af erlendu bergi brotnu.

Sú starfsemi hefur verið í hléi vegna covid - 19

Húsráð 88 Hússins

Yfir 88 Húsinu er starfandi húsráð ungs fólks og er aðalfundur í október ár hvert þar sem kosið er í nýja stjórn og er áhersla lögð á að fá ungt og áhugasamt fólk í stjórn sem vill hafa áhrif á starfsemi 88 húsinu og beita sér fyrir hagsmunum ungs fólks í Reykjanesbæ.

88 Húsið er fyrir allt ungt fólk með alls konar áhugamál! 

Forvarnarstarfsemi

Í 88 húsinu er allt ungt fólk velkomið og er starfsfólk boðið og búið til aðstoðar með allt það sem liggur ungu fólki Reykjanesbæjar á hjarta, bæði á íslensku og ensku. Áfengi, fíkniefni, reykingar, munntóbak og vape bannað í ungmennahúsi og áhersla lögð á jafnrétti, vináttu og vellíðan. 

Ertu með hugmyndir fyrir 88 Húsið?

Starfsemin er í daglegri endurskoðun og eru allar hugmyndir um hvernig má bæta starfsemi 88 Hússins vel þegnar: 88husid@reykjanesbaer.is og 4218890. Tilvalið að senda línu skilaboð í gegnum Facebook eða Instagram.

Tilgangur 88 Hússins er mikilvægur og margþættur

 • Bjóða upp á jákvætt félagslegt umhverfi

 • Vera ungu fólki innan handar hvað varðar þeirra hugðarefni

 • Koma hugmyndum þeirra í framkvæmd

 • Vera staður til að læra á eða finna út hvað maður vill læra

 • Bjóða upp á fjölbreytt námskeið

 • Aðstoða með viðeigandi ráðgjöf og þjónustu fagaðila ef þess er óskað t.d sálfræðinga


Í 88 húsinu er mjög góð aðstaða fyrir viðburði og er ungt fólk hvatt til að halda tónleika, myndlistasýningar, stunda hugleiðslu og íhugun eða að spila Dungeons og Dragons langt fram á kvöld í húsnæðinu á þeirra eigin forsendum.

Í 88 húsinu er alltaf kósý stemning og tilvalið að kíkja í pool, horfa á þætti, tefla,

grípa í gítar, spila eða bara vera til og spjalla. 

Opnunartímar 88 hússins eru mjög breytilegir - sér í lagi núna á tímum Covid19:

 • Mánudaga: 09:00-23:00

 • Þriðjudaga: 09:00-23:00

 • Miðvikudaga: 09:00-23:00

 • Fimmtudaga: 09:00-23:00

 • Föstudaga: 09:00-23:00