Allir velkomnir

Það eru allir velkomnir á opin hús hjá Fjörheimum og eru starfsmennirnir mjög vanir því að vinna með börnum með greiningar og sérþarfir. Það þarf ekki að láta okkur vita fyrirfram en ef þið viljið gera það þá megið þið senda okkur skilaboð á Facebook eða á fjorheimar@reykjanesbaer.is

Listaklúbbur

í Fjörheimum er starfræktur Listaklúbbur sem Omar Ricardo Rondon er með í umsjón, listaklúbburinn er staðsettur í Fjörheimum niðri í kjallara og er mikið lagt áherslu að kenna þeim undirstöðuatriðin í teikningu og frelsi til þess að skapa list sem þeim finnst heillandi. 

 Sk8roots hjólabrettaklúbburinn er með bretti og búnað til þess að stunda hjólabretti og er krökkunum kennt undirstöðuatriðin í brettamennsku. Mikil áhersla er lagt á hjálmanotkun og mikilvægi þess að bera virðingu fyrir hvor öðrum og umhverfinu. 

sk8roots logo white.png

Viðburðir

Meðlimir Unglingaráðs Fjörheima mæta, skipuleggja og aðstoða starfsmenn Fjörheima með viðburði og almennt starf fyrir 5-7 bekk.

Þau halda skemmtilega viðburði eins og heilsukappát, FIFA Mót, Just dance og Tik Tok. Stundum höldum við stóra viðburði eins og Halloween party og Böll fyrir 5-7 bekk.

SK8ROOTS

88fjorlogo-03.png

FYRIR 5-7 BEKK

DAGSKRÁ

Copy of Þriðjudagar plan-4.png

MARKMIÐ

1.

Allir fái jöfn tækifæri til þess að vaxa og dafna í leik og starfi

2.

Að börn fái að ráða hvernig starfinu er háttað og hvað er á dagskrá

3.

Að starfið sé blanda af forvörnum og leik

4.

Að það sé alltaf gaman og allir njóti sín á opnum húsum

5.

Að börn kynnist öðrum börnum og efli félagsfærni

6.

Að börn kynnist öðrum menningarheimum og háttum þeirra

Fréttir frá 5-7 bekk